
Hver er Sólon?
Sólon er ofurhetja sem býr á Sólinni. Hann ferðast til jarðarinnar til þess að skoða spennandi staði, syngja og spila lög og til þess að fræða börn og hafa gaman. Besti vinur Sólons er Bína kanína sem tekur á móti honum þegar hann kemur til jarðarinnar og þau sprella saman og læra nýja hluti.
Jólon - 12. Þáttur
Sólon fagnar jólunum! Skyrgámur mætir aftur, Sólon opnar pakka, gerir góðverk, syngur jólalög og margt fleira.
Sólon fer í Elliðaárdalinn
Sólon á afmæli og fær skemmtilegar afmælisgjafir frá Bínu. Hann ákveður að leika sér með afmælisgjafirnar í góða veðrinu í Elliðaárdalnum.
Sólon bakar og leikur sér - 10. Þáttur
Sólon bakar kókoskúlur og berjaköku. Einnig fer hann út að leika, spilar á gítarinn o.fl.
Danslagið
Danslagið með ofurhetjunni Sólon. Þar sem Sólon fer í skólann og skellir í dans. Danshópur úr listdansskólanum Plié stígur trylltan dans
Sólon heimsækir Kastalakaffi og Martex - 9. Þáttur
Sólon kíkir í kaffihús sem er með skemmtilegt leikherbergi fyrir krakkana og síðan kíkir hann í Martex og prentar Sólon bol og margt fleira.
Sólon og jólin - 8. Þáttur
Sólon upplifir jólin í fyrsta skipti þar sem það eru engin jól á sólinni. Sólon bakar pikarkökuhús, hittir jólasveininn, spilar nokkur jólalög og margt fleira.
Sólon heimsækir Fótboltaland - 7. Þáttur
Sólon kíkir í Fótboltaland með Spiderman og þeir skemmta sér konunglega.
Nammilagið
Nammilagið með ofurhetjunni Sólon. Þar sem Sólon hvetur alla krakka til þess að borða hollt og gott nammi, hreyfa sig og hafa gaman.
Sólon heimsækir Fjölskyluland - 6. Þáttur
Sólon fær að fara í ævintýraland og skoðar kastala, rennir sér í rennibraut, leikur sér í boltalandi og teiknar mynd.
Sólon fer í Skopp- 5. Þáttur
Trampólíngarðurinn Skopp er einn vinsælasti áfangastaður krakka á öllum aldri. Uppblásinn fótboltavöllur, skotboltavöllur, klifurveggur, trampólín og margt fleira. Sjáðu Sólon skemmta sér eins og enginn sé morgundagurinn.
Sólon fer í Ævintýraland - 1. Þáttur
Sólon fær að fara í ævintýraland og skoðar kastala, rennir sér í rennibraut, leikur sér í boltalandi og teiknar mynd.
Hreyfingarlagið
Hreyfingarlagið hvetur alla krakka til að hreyfa sig því að það er svo gott fyrir líkamann og sálina og til að þroskast og stækka heilbrigð og glöð.
Sólon býr til pítsu - 2. Þáttur
Sólon heimsækir alvöru pitsastað og fær að búa til sína eigin pitsu. Sólon dansar, syngur pitsadansinn og býr til Sólon pitsu.
Ímyndundarlagið
Ímyndunarlagið þar sem ofurhetjan Sólon dansar Ímyndunarlags-dansinn með aðstoð barna í Fjölskyldulandi. Sólon elskar að hreyfa sig úti og leika sér og hvetur öll börn til að hleypa ímyndunaraflinu af stað því það gerir lífið svo skemmtilegt.
Sólon heimsækir Slakka - 3. Þáttur
Sólon heimsækir litla húsdýragarðinn Slakka. Þar er leikið með og klappað dýrunum, hoppað og skoppað á ærslabelg, farið í minigolf og allskonar skemmtilegt.
Sólon fer í fimleika - 4. Þáttur
Sólon kíkir í heimsókn í fimleikasal Gerplu. Þar leikur hann sér á trampólíni, púðagryfju, þrautabrautum og allskonar skemmtilegt.